Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

Vaktarinn Decoration gradient

Vaktarinn er hugbúnaður sem Lausn skrifaði fyrir Tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli. Kerfið heldur utan um allt vaktaskipulag Tollgæslunnar og hvað hver starfsmaður gerir á hverri vakt sem hann mætir á. Nánar tiltekið heldur Vaktarinn utan um þau mismunandi vaktaplön sem starfsmenn vinna eftir og fyrir hverja vakt þá sér Vaktarinn um að birta hvaða starfsmenn eru að vinna á þeirri vakt. Hægt er svo að skrá starfsmenn fjarverandi ef slíkt kemur upp. Þegar búið er að skrá fjarvistir, veikindi oþh. er svo hægt að skrá starfsmenn í verkefni á vaktinni og þannig er haldið utan um nákvæma sögu yfir það hvað hver starfsmaður var að gera og hvenær. Vaktarinn býður einnig upp á ýmiskonar skýrslur og útprentanir, t.d. er hægt að sjá fyrir ákveðið tímabil hversu miklum tíma hefur verið eytt í hvert verkefni fyrir sig.