Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

SoloWeb Decoration gradient

- hagkvæm og skilvirk lausn vefmála

Brosandi sól

Vefumsjónarkerfi, hvað er það?
Upplýsingatæknin gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í starfsemi fyrirtækja og stofnana, stórra sem smárra. Þetta gildir bæði út á við og inn á við, sem kynningar- og samskiptatæki, óháð stað og stund. Góður vefur með skýrar og vel framsettar hugmyndir er rafræn ásjóna sem allir geta skoðað hvar og hvenær sem er. Allt sem þarf er aðgangur að tölvu og nettengingu, en samkvæmt nýjum könnunum er þannig háttað með langflesta Íslendinga nú.

Svokölluð dreifistýrð vefumsjónarkerfi (efnisvinnslukerfi sem keyrð eru í gegnum vefinn) hafa verið að ryðja sér æ meira til rúms á undanförum árum. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar, en mestu skiptir að notandinn (einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir) er ávallt aðalatriðið. Það er hann sem ræður ferðinni, en er ekki stöðugt háður rándýrum þjónustuaðilum sem aftur leiðir til þess að kostnaður er mun minni en áður var. Viðkomandi fær nú aðgang að einföldu kerfi í gegnum netið og getur í rauninni farið að vinna efni strax inn á vefinn.

Allar uppfærslur eru gerðar í gegnum netið og því þarf ekki að setja upp sérstakan hugbúnað á einstakar notendatölvur með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Þar sem slík vefkerfi eru sniðin að þörfum og færni almenns tölvunotanda eru þau vissulega takmarkuð fyrir mikla tölvugrúskara. Þar á móti kemur að vegna þess hve einfalt kerfið er lækkar það kostnað við að halda úti lifandi vef verulega, einfaldar og auðveldar samræmingu vefvinnu innan stofnana og fyrirtækja, sem aftur þýðir mun skilvirkari og skýrari vef.

Um SoloWeb vefumsjónarkerfið
SoloWeb er einfalt og þægilegt kerfi sem gerir hverjum sem er kleift að setja upp og uppfæra vefinn hjá sér án nokkurrar kunnáttu í vefsmíði eða forritun. Allir sem hafa þokkalega tölvufærni geta náð tökum á grundvallaratriðum þess á innan við klukkutíma. Kerfið er auðvelt fyrir alla sem hafa þá tölvufærni sem almennt tíðkast, en uppfyllir engu að síður allar tæknikröfur sem gerðar eru til kerfa af þessu tagi nú og gott betur en það. Auk þess er hægt að fá ýmsar gagnlegar viðbætur í kerfið.

SoloWeb er alíslensk smíð, lagað að íslenskum þörfum. Með einum músarsmelli er hægt að velja milli þess að vinna í því í íslensku eða ensku viðmóti. Kerfið hefur verið í þróun í sjö ár og getur auðveldlega haldið utan um afar misstórar og ólíkar tegundir vefja, enda er það nú notað af jafn ólíkum aðilum og einyrkjum með lítinn rekstur og yfir í stórar og flóknar stofnanir eins og Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Reynsla þessara aðila er sú að upptaka SW kerfisins hefur leitt til lækkandi kynningarkostnaðar, faglegri vinnubragða við vefi þeirra, aukinnar aðsóknar á vefina og almennt mun betra upplýsingaflæðis til notenda og viðskiptavina.

Í stuttu máli sagt, þá er SoloWeb...

- alíslenskt
- notendavænt
- gagnagrunnstengt
- öruggt
- einfalt
- sveigjanlegt
- skilvirkt

... efnisvinnslukerfi sem hefur reynst stórum sem smáum aðilum afar vel undanfarin ár.

Stöðugt og markvisst er verið að þróa kerfið áfram í ljósi reynslunnar hér innanlands og nýjustu tækni á heimsvísu. Notendur kerfisins njóta síðan þeirrar þróunarvinnu gegn afar sanngjörnu gjaldi, ef og þegar þeir kjósa svo.

Einblöðungur um SoloWeb