Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

Sjálfboðaliðaskrá Decoration gradient

Sjálfboðaliðaskráin var skrifuð fyrir Reykjavíkurdeild RKÍ og er notuð af nokkrum deildum innan Reykjavíkurdeildar RKÍ til að halda utan um félaga hverrar deildar fyrir sig. Sjálfboðaliðaskráin er einnig notuð til að halda utan um verkefni sem sjálfboðaliðar eru skráðir í og til að halda utan um þann tíma sem sjálfboðaliðar hafa lagt til í hin ýmsu verkefni s.s. svörun í hjálparsíma RKÍ ofl. Í kerfinu er mjög auðvelt að senda tölvupóst til valinna sjálboðaliða og auðvelt er að prenta út ýmiskonar lista, límmiða oþh. Kerfið er smíðað þannig að notendur þess skrá sig inn í það með notandanafni og lykilorði og hver notandi sér aðeins sín gögn, sína sjálfboðaliða og sínar skráningar í verkefni ofl. Hins vegar eru allar persónuupplýsingar (nafn, heimili, tölvupóstfang osfrv) sameiginlegar þannig að ef einn notandi uppfærir tölvupóstfang sjálfboðaliða sem er skráður bæði hjá honum og einhverjum öðrum notanda, þá sjá báðir notendur nýja tölvupóstfangið. Þetta sparar mikla vinnu við að halda hlutum eins og símanúmerum og póstföngum réttum. Kerfið notar MySql gagnagrunn fyrir öll gögn en er einnig beintengt við þjóðskrá Rauða Krossins þannig að þegar verið er að skrá nýja aðila þá eru allar þjóðskrárupplýsingar um viðkomandi sóttar beint í þjóðskrá en svo er hægt að breyta þeim eftir þörfum innan kerfisins.