Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

CRM Decoration gradient

CRM kerfið (sem vonandi hlýtur betra nafn í framtíðinni) er kerfi sem Lausn er að skrifa fyrir Rauða Kross Íslands.

Kerfið mun leysa af hólmi nokkur Filemaker kerfi sem halda utan um RKÍ félaga og aðra sem tengjast RKÍ, námskeiðahald RKÍ ofl, auk þess sem CRM kerfið mun gefa RKÍ kost að halda mun betur en nú er utan um upplýsingar eins og framlög einstaklinga og fyrirtækja til starfs RKÍ.

Lausn er þessa stundina að hanna kerfið (júní 05) en það verður svo skrifað á næstu mánuðum. Þegar það er komið í gang hjá RKÍ þá verður það svo kynnt fyrir öðrum samtökum og fyrirtækjum hér innanlands sem gætu nýtt sér svona kerfi til að halda utan um samskipti við viðskiptavini, félaga oþh.

Ef þú vilt fá frekari upplýsinagar um CRM kerfið, hvað verður hægt að gera með því og hvenær er áætlað að það verði tilbúið, vinsamlegast hafðu samband við okkur !