Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

Viðbótarkerfi Decoration gradient

Ýmsar nytsamlegar viðbætur

Brosandi sól

SoloForms – kerfi til að útbúa rafræn eyðublöð
Margir kannast við það hversu snúningasamt og flókið getur verið að halda utanum skráningu ýmissa gagna, ss. skráningar á fundi, ráðstefnur, hópferðir og þess háttar. Með SoloForms er sá vandi leystur á einfaldan hátt. SoloForm er hannað til móttöku/skráningu hverskyns gagna, einfaldra og flókinna og býður upp á nánast endalausa möguleika í því efni. Umsjónarmaður vefsins sem um ræðir útbýr rafrænt eyðublað/umsókn og birtir síðan þar til gerðan bút þar sem honum/henni hentar. Hægt er að velja hvað sést utanfrá, á vefnum, og hvað sést aðeins innanfrá (verndað með lykilorði) og í rauninni haga framsetningu eins og hverjum hentar.
Kerfið var fyrst notað með góðum árangri þegar efnt var til samkeppni meðal þjóðarinnar um nafn á hið nýja náttúrufræðahús HÍ, Öskju vorið 2004 og hefur síðan mjög mikið verið notað þar á bæ. Þannig má nefna að allar skráningar og utanumhald um stúdentaskipti hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins er unnið í SoloForms og það hefur verið notað við fjölmargar ráðstefnur hérlendis, bæði innlendar og alþjóðlegar. Ekkert annað vefkerfi hérlendis býður upp á þessa skilviku og ódýru þjónustu.


SoloMail - póstkerfi

SoloMail er rafrænt póstkerfi sem auðvelt er að flétta saman við aðra hluta SoloWeb og nota í margvíslegum tilgangi, s.s. til að láta gesti heimasíðu vita af breytingum eða nýju efni, senda út rafrænt fréttabréf á póstlista eða til að senda þeim sem eru að nota SoloForms tilkynningar af ýmsu tagi. Afar handhægt tól til að halda lifandi sambandi við samstarfsfólk og viðskiptavini.


SoloStaff - starfsmannakerfi
Fátt er jafn þreytandi og að þurfa að grafa djúpt á heimasíðu fyrirtækis eða stofnunar eftir jafn sjálfsögðum upplýsingum og t.d. símanúmerum og netföngum starfsmanna. Sama gildir um úreltar eða rangar upplýsingar um starfsfólkið. Því er í SoloWeb boðið upp á svokallaða starfsmannalausn sem gerir kleyft að útbúa leitarbæran lista yfir starfsfólkið með mynd. Vandaðar og uppfærðar upplýsingar spara notendum tíma og fyrrihöfn, en gefa vefnum auk þess persónulegri blæ, bæði út á við og inn á við, ekki síst þegar um stór, og jafnvel aþjóðleg fyrirtæki og stofnanir, er að ræða.


SoloPoll – kerfi til að gera kannanir

SoloPoll er viðbót sem notuð er til að gera skoðanakannanir á vefnum. Kannanir samanstanda af spurningu og tveimur eða fleiri svörum sem notandi getur svo valið úr. Kerfið getur svo birt súlurit sem sýnir stöðu könnunarinnar eftir að notandi hefur valið svar.


Heimsóknatalningakerfi

Stundum er sagt að ekkert mál sé að opna heimasíðu, en hins vegar sé það stórmál að halda henni lifandi og fá stöðuga aðsókn inn á hana. Eðli málsins samkvæmt sér sá sem heldur úti heimasíðu ekki gestina, en engu að síður er hægt að fylgjast nokkuð vel með aðsókn, bregðast við henni og þróa vefinn áfram í samræmi við óskir og þarfir notenda. Þetta kerfi er í prófunum núna og virkar þannig að heimsóknir á allar heimasíður sem nota útgáfu 3.0 eða nýrri af SoloWeb, verða skráðar hjá Lausn og munu notendur svo geta fengið aðgang að læstum síðum þar sem hægt er að skoða upplýsingar um aðsókn að vefsíðum á einfaldan hátt í formi myndrænna og tölulegra upplýsnga. Í þessu sem öllu öðru er nýjasta tækni notuð, fyllsta öryggis gætt og algerlega tryggt að engar upplýsingar séu persónurekjanlegar.


SoloThreads - spjallþráðakerfi

SoloThreads er einfalt kerfi til þess að gera notendum vefs kleyft að skiptast á skoðunum og ræða hluti á vefnum. SoloThreads umræður eru búnar til af þeim sem stjórnar vefnum og eru svo tengdar inn á hvaða síðu sem er í veftrénu. Innan hverrar umræðu er svo hægt að vera með einn eða fleiri spjallþráð og hægt er að stjórna því hvort notendur þurfa að skrá sig inn til að nota umræður og spjallþræði eða hvort þeir geta tekið þátt nafnlaust.

SoloThreads virkar jafnt á innri sem ytri vefum og er t.d. tilvalið til að setja upp einföld verkefnasvæði á innri vef fyrirtækis þar sem fólk skiptist á skoðunum og upplýsingum um verkefni án þess að samskiptin týnist í tölvupóstforritum notendanna.