Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

Verkbókhald Decoration gradient

Verkbókhaldið er kerfi sem var upphaflega skrifað fyrir auglýsingastofu sem vantaði tímaskráningarkerfi sem var til fyrir bæði Mac OS og Windows og var mjög einfalt í notkun. Kerfið var upphaflega skrifað sem vefkerfi og uppfyllti þannig þörfina fyrir eins notendaviðmót óháð því hvort notendur voru með Mac OS eða Windows stýrikerfi. Lausn er núna að endurskrifa verkbókhaldskerfið og er nýja kerfið skrifað á hefðbundinn hátt en engu að síður verður það til fyrir bæði Mac OS og Windows og mun virka alveg eins í báðum stýrikerfum. Nýja verkbókhaldið geymir öll gögn miðlægt hjá Lausn og verður mjög einfalt í uppsetningu og notkun. Til að tengjast verkbókhaldinu þarf aðeins að sækja um aðgang hjá Lausn, sækja svo forritið fyrir Mac OS X eða Windows og þá er hægt að tengjast verkbókhaldinu (sítengd nettenging verður að vera til staðar). Þar sem öll gögn eru geymd miðlægt verður hægt að tengjast verkbókhaldinu hvar og hvenær sem er svo framarlega sem nettenging er fyrir hendi. Uppsetning forritsins er afar einföld þar sem aðeins er um eina skrá að ræða, ekki þarf að setja upp gagnagrunn eða neitt annað. Því er einfaldlega hægt að sækja forritið á heimasíðu Lausnar og keyra það upp. Þetta er því jafn auðvelt að gera t.d. á netkaffihúsi í útlöndum og á tölvunni heima hjá sér. Ekki þarf að keyra neitt innsetningarforrit og því þarf engin sér aðgangsréttindi á tölvunni sem keyra á forritið á. Forritið veit hvernig á að tengjast verkbókhaldsgagnagrunninum hjá Lausn og því þarf ekki að slá inn neinar uppsetningarupplýsingar aðrar en einkenni fyrirtækisins sem um ræðir auk notandanafns og lykilorðs. Fyrsta útgáfa nýja verkbókhaldsins er að verða tilbúin í almenna prófun (júní 05). Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að prófa verkbókhaldið geta haft samband við Lausn með því að smella á "Hafa samband" krækjuna hér vinstra megin.