Flýtileiðir/Accessnavigation
Vinstri mynd Hægri mynd

Vörudreifingarkerfi Decoration gradient

Vörudreifingarkerfið er hugbúnaður sem Lausn er að smíða fyrir Ingenico UK Ltd. í Skotlandi. Tilgangur kerfisins er að dreifa ýmsum vörum á rafrænu formi til söluaðila og viðskiptavina þeirra. Kerfið samanstendur af þremur aðal einingum: Hugbúnaði í Ingenico posavélar (client), dreifingarkerfinu (server) og uppgjörskerfi. Lausn sér um að smíða dreifingarkerfishlutann en Ingenico smíðar sjálft posahugbúnaðinn og uppgjörskerfið. Dreifingarkerfið gengur undir nafninu ITR (Ingenico Transaction Router) og er skrifað í Java/J2EE og notar EJB sem gagnagrunnssamskiptalag. Notað er IBM WebSphere þróunarumhverfi og IBM WebSphere Application server til að keyra hugbúnaðinn á og gagnagrunnurinn er IBM DB2. Meðal þeirra krafna sem eru gerðar til kerfisins er að það geti afgreitt sölubeiðni frá allt að 60 posum samtímis og prófanir benda til þess að þær kröfur hafi verið uppfylltar og gott betur.